Vegagerðin stefnir á að fræsa og malbika báða akreinar til austurs á Reykjanesbraut við Hvassahraun í dag.
Vegurinn verður þrengdur í eina akrein og hjáleið merkt. Hámarkshraði verður lækkaður á svæðinu. Framkvæmdirnar eru áætlaðar frá klukkan 6 til 17.
Á Vesturlandsvegi verður vinna við uppsetningu vegriða á brúm yfir Reykjanesbraut og Elliðaár. Þrengt verður að umferð og má búast við vinna standi milli kl 9 til 16 í dag. Verklok verða í byrjun september
Í dag er einnig stefnt á að fræsa hringtorg við Njarðarbraut í Keflavík og verður hringtorginu alveg lokað, hjáleiðir merktar og hámarkshraði lækkaður. Vinnan stendur yfir milli klukkan 9 og 13.
Brúin yfir Hvítá við Kalmannstungu verður lokuð í dag til 25. júní vegna viðhaldsframkvæmda. Hjáleið er um Hvítársíðuveg.
Sjá má lista yfir fleiri framkvæmdir á vef Vegagerðarinnar.