Þriggja bíla árekstur olli lokun

Hvalfjarðargöngunum var lokað í tvígang í gær vegna umferðaróhapps.
Hvalfjarðargöngunum var lokað í tvígang í gær vegna umferðaróhapps. Ljósmynd/Aðsend

Tilkynning um þriggja bíla árekstur í Hvalfjarðargöngunum barst lögreglu laust eftir klukkan hálf sjö í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Enginn slasaðist en göngunum var lokað í tvígang vegna árekstursins. Þá voru bílarnir fluttir af vettvangi með dráttarbifreið. Göngin voru opnuð aftur um klukkan tíu í gærkvöldi. 

Í dagbók lögreglu segir sömuleiðis að maður í „mjög annarlegu ástandi“ hafi verið handtekinn í Grafarvogi í gær. Lögregla hafði ítrekuð afskipti af honum því hann hafði valdið ónæði. 

„Maðurinn er einnig grunaður um þjófnað og var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Við vistun fundust ætluð fíkniefni hjá manninum,“ segir í dagbók lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka