Þrítugasti rampurinn kominn upp

Rampurinn var vígður við fataverslunina Kóda.
Rampurinn var vígður við fataverslunina Kóda. Ljósmynd/Aðsend

Þrjátíu rampar eru nú komnir upp fyrir tilstilli átaksins Römpum upp Ísland en á fimmtudaginn var einn slíkur vígður í Reykjanesbæ við athöfn við fataverslunina Kóda. Á nú alls eftir að setja upp 970 rampa í átakinu sem miðar að því að veita hreyfihömluðum aukið aðgengi að verslun og þjónustu víðs vegar um landið. 

Sjóður var stofnaður með aðkomu fyrirtækja og aðila sem standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu.

Fyrst rampurinn var vígður seint í maí en verkefnið gengur hratt og vel fyrir sig, að því er fram kemur í tilkynningu Römpum upp Ísland. Setja á upp þúsund rampa á næstu fjórum árum. Það er hann Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, sem er hvatamaður verkefnisins.

Setja á upp þúsund rampa á næstu fjórum árum.
Setja á upp þúsund rampa á næstu fjórum árum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er auðvitað mikil lyftistöng fyrir samfélagið og ég er stoltur fyrir hönd okkar íbúa Reykjanesbæjar að fá að taka þátt í þessu göfuga verkefni. Ég á ekki von á öðru en að samfélag okkar eigi eftir að blómstra enn meira með komu þessara rampa og því ber að fagna.

Ég hlakka til að sjá enn fleiri sveitarfélög taka þátt í verkefninu og trúi því að áður en við vitum af verðum við í sameiningu búin að rampa upp allt Ísland,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í ræðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka