Skjálftahrina sem mælst hefur á Reykjanesskaga í kvöld er hefðbundin virkni, að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
„Það var smá hrina þarna við Reykjaneshrygg núna í kvöld en við erum ekki búin að fá neina tilkynningu um að stærsti skjálftinn hafi fundist.”
Alls hafa 13 skjálftar mælst við Reykjaneshrygg frá því klukkan níu í kvöld en sá stærsti var af stærðinni 3,2 og varð um þrjá kílómetra norðvestan af Eldeyjardranga á Reykjaneshrygg um hálf tíuleytið.
„Það koma reglulega hrinur þarna og það er búin að vera töluverð virkni þarna upp á síðkastið.”