Banaslys á Djúpavogi

Karlmaður lést eftir að hafa lent fyrir lyftara á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi fyrr í dag, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.

Lögreglunni barst tilkynning um alvarlegt slys klukkan korter í eitt í dag og fór sjúkralið strax á vettvang.

Karlmaðurinn, sem var erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka