„Eina skynsamlega viðbragðið“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 20 prósenta hækkun fasteignamats fyrir árið 2023 mun að öllu óbreyttu kosta fasteignaeigendur milljarða árlega umfram það sem áður var áætlað, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Segir hún eina skynsamlega viðbragð sveitarfélags við hækkuninni vera samsvarandi lækkun skattprósentu.

Á fundi borgarstjórnar í dag mun Sjálfstæðisflokkurinn leggja til lækkun fasteignaskatta á atvinnu- og íbúðarhúsnæði um næstu áramót.

Í tillögunni sem verður lögð fram kemur m.a. fram að fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að reikna ný álagningarhlutföll fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði svo álögð gjöld samsvari gerðum áætlunum borgarinnar fyrir árið 2023.

Meðalfasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík er 53,5 milljónir en verður með hækkuninni árið 2023 64,7 milljónir og nemur hækkunin því ríflega 11 milljónum króna. Að jafnaði eru fasteignaskattar á meðalíbúð í Reykjavík 96.340 krónur á ári en hækka í 116.500 krónur eða um rúmlega 20 þúsund krónur ef álagningarhlutföll haldast óbreytt.

Með hliðsjón af þessu munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að borgarstjórn samþykki lækkun álagningarprósentu fasteignaskatta við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert