Lægð við landið

mbl.is/Hákon Pálsson

„Lægð er nú að myndast á Grænlandshafi og hún gengur til austurs fyrir norðan land í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Það gengur því í sunnan kalda eða strekking og fer að rigna, en hægari vindur og þurrt norðaustanlands þangað til seinnipartinn. Á norðanverðu Snæfellsnesi verða hins vegar hvassir vindstrengir og þar geta skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.“

Útlit er fyrir 8 til 16 stiga hita í dag og spáir veðurstofan mestum hita á Norðausturlandi.

Um morgundaginn segir í hugleiðingunum: 

Vestlæg átt 8-15 m/s og skúrir á morgun, en snýst í norðlæga átt norðantil á landinu með rigningu. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Víða norðan gola eða kaldi síðdegis og dregur úr vætu norðanlands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka