Ljúka eigi uppsetningu viðvörunarkerfis

Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að tryggja sem best …
Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að tryggja sem best öryggi ferðamanna sem heimsækja Reynisfjöru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samráðshópur um bætt öryggi í Reynisfjöru var stofnaður í kvöld og á hann að gera tímasetta aðgerðaáætlun og skila tillögum til ráðherra ferðamála í síðasta lagi 30. september á þessu ári. 

Í samráðshópnum verða fulltrúar landeigenda, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, almannavarnardeildar lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjargar, Mýrdalshrepps og Ferðamálastofu.

Þetta var ákveðið á samráðsfundi stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru sem lauk fyrir skömmu í Leikskálum í Vík í Mýrdal. 

Þar kynntu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarnadeildar lögreglunnar á Suðurlandi vinnu við gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru og hugmyndir um uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni, að því er fram kemur í tilkynningu Ferðamálastofu.

Þar segir einnig að fundarmenn hafi verið sammála um mikilvægi þess að tryggja sem best öryggi ferðamanna sem heimsækja fjöruna. Þá hafi þeir einnig verið sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni en bæði þurfi að taka skref til að bæta öryggi á svæðinu til skemmri og lengri tíma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra var ein þeirra sem ávarpaði fundinn en Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri stýrði honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert