Ráðist á mann í Grafarvogi

Líkamsárásin var framin í Grafarvogi.
Líkamsárásin var framin í Grafarvogi. mbl.is

Lögreglan var kölluð á vettvang í Grafarvogi laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt vegna líkamsárásar. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var með sár á höfði og blæddi mikið úr því. Hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. 

Korteri síðar barst lögreglu tilkynning um eld í tveimur bílum við Esjustofu. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en bílarnir voru fluttir af vettvangi með króki þegar slökkt hafði verið í þeim. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar segir jafnframt að lögreglu hafi, laust fyrir klukkan fjögur í nótt, borist tilkynning um mann sem stal bíl í Laugardal. 

„Tilkynnandi taldi geranda hafa náð að teygja sig inn um glugga á heimili hans og ná þar lyklum að bifreiðinni,“ segir í dagbók lögreglu en þar kemur fram að bíllinn hafi fundist um klukkustund síðar. Var maður handtekinn grunaður um verknaðinn og færður í fangageymslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka