Afhentu kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður

Fulltrúar SGS segjast ekki una því að vaxandi verðbólga verði …
Fulltrúar SGS segjast ekki una því að vaxandi verðbólga verði sett á herðar félagsmanna. mbl.is/ Árni Sæberg

Viðræðunefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands af­henti í dag full­trú­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins kröfu­gerð sam­bands­ins vegna kjara­samn­inga á al­menn­um markaði. Krefst hún krónu­tölu­hækk­ana og aðgerða SA og stjórn­valda til að tryggja kaup­mátt fé­lags­manna.

Fund­ur­inn var hald­inn í Húsi at­vinnu­lífs­ins. Kjara­samn­ing­ar verða laus­ir þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi en gert er ráð fyr­ir að form­leg­ar viðræður hefj­ist um miðjan ág­úst. Á fund­in­um var rætt um fyr­ir­kom­lag kom­andi viðræðna og þau úr­lausn­ar­efni sem liggja fyr­ir samn­ingsaðilum. 

Kröfu­gerð Starfs­greina­sam­bands Íslands bygg­ist á grunni kjara­samn­ings SGS og SA sem tók gildi þann 1. apríl 2019. Bygg­ist hún þannig á kröfu­gerðum sautján af aðild­ar­fé­lög­um SGS, sem samþykkt­ar voru á fé­lags­leg­um vett­vangi eft­ir vandaða vinnu ein­stakra fé­laga.

Krónu­tölu­hækk­an­ir skili mest­um ár­angri

Lögð er áhersla á hækk­un lægstu launa og að tryggja kaup­mátt launa­fólks. SGS krefst þess að krónu­tölu­hækk­un­um verði beitt á launataxta, líkt og í nú­gild­andi kjara­samn­ingi. Slík­ar hækk­an­ir skili launa­fólki mest­um ár­angri.

„Við gerð síðustu kjara­samn­inga var horft til þess að samn­ing­arn­ir leiddu af sér lækk­un vaxta. Seðlabank­inn hef­ur nú í þrígang hækkað stýri­vexti og Lands­bank­inn spá­ir því að þeir verði komn­ir í 4,25% árið 2023, eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífs­kjara­samn­ings­ins vorið 2019.“

Full­trú­ar SGS segj­ast ekki una því að vax­andi verðbólga verði sett á herðar fé­lags­manna, enda sé hún til kom­in „vegna aðgerðal­eys­is stjórn­valda í hús­næðismál­um, og er­lendra hækk­ana.“

Tryggja þurfi kaup­mátt

Sam­tök launa­fólks sömdu um það í síðustu samn­ing­um að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­fólks heild­stætt, með krónu­tölu­hækk­un­um, vaxta­lækk­un­um og aðgerðum af hálfu stjórn­valda.

Tel­ur SGS aðstæður þær, sem nú séu í sam­fé­lag­inu og efna­hags­um­hverf­inu, kalla á svipaða aðferðafræði, víðtækt sam­starf og sam­ráð til að bregðast við mikl­um vanda á hús­næðismarkaði, tryggja kaup­mátt og öfl­uga grunnþjón­ustu um land allt.

„Nú eru uppi þær aðstæður í sam­fé­lag­inu að aðkoma stjórn­valda að kjara­samn­ing­um mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stór­auk­in verðbólga, mikl­ar verðhækk­an­ir og mik­ill vandi á hús­næðismarkaði kalla á að stjórn­völd og SA taki hönd­um sam­an við sam­tök launa­fólks til að tryggja kaup­mátt, hús­næði fyr­ir alla og öfl­uga grunnþjón­ustu um land allt.“

Tíma­lengd samn­ings­ins mun ráðast af þeim aðstæðum sem uppi verða í efna­hags­líf­inu í haust og inni­haldi samn­ings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert