Áfram fær Suðausturlandið mestu hlýindin

Við Sólfarið í Reykjavík.
Við Sólfarið í Reykjavík. mbl.is/Hákon Pálsson

Útlit er fyrir 6 til 15 stiga hita á landinu í dag og verður hlýjast á Suðausturlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands

„Vestan 8-15 m/s í dag og skúrir á sunnanverðu landinu, en snýst í norðlæga átt norðantil með rigningu. [...] Víða norðan kaldi eða strekkingur síðdegis og dregur úr vætu,“ segir í hugleiðingunum. 

Þar kemur fram að á morgun verði 10 til 15 metrar á sekúndu í norðaustan- og norðanátt vestantil á landinu á morgun en á hægari vindur að vera í öðrum landshlutum.

„Skýjað með köflum og víða skúrir, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti 5 til 12 stig. Annað kvöld má svo búast við rigningu eða súld norðanlands.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka