Allur farangurinn í Amsterdam

Icelandair.
Icelandair.

Verið er að vinna að því að koma farangri í hendur þeirra farþega sem ferðuðust með Icelandair til Amsterdam í Hollandi í fyrradag. Allur farangurinn fór þó með flugvélinni til Amsterdam að sögn sérfræðings á upplýsingasviði Icelandair. 

Eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er ástandið því miður erfitt á mörgum flugvöllum heimsins vegna manneklu. Við reynum okkar besta til þess að greiða sem fyrst úr öllum þeim málum sem upp geta komið og er sú vinna þegar komin af stað hjá okkar starfsfólki varðandi þetta flug til Amsterdam í fyrradag,“ segir Guðni Sigurðsson, sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. 

Í þessu tilfelli fór allur farangurinn með fluginu til Amsterdam, að sögn Guðna, en sökum manneklu og álags þar varð töf á afhendingu frarangursins og kom hann því á töskubandið eftir of langa bið. 

Erfitt að áætla tímann

Í gær greindi mbl.is frá því að um 200 töskur hefðu ekki skilað sér. Eftir eins og hálfs tíma bið hefði verið tilkynnt að allar töskur frá Reykjavík væru komnar á töskubandið, en fjöldi fólks hefði ekki fengið töskurnar sínar afhentar.

Farþegar biðu á flug­vell­in­um í þrjár og hálfa klukku­stund í von um að fá ein­hver svör án ár­ang­urs. „Þeir á flug­vell­in­um sögðu okk­ur bara að fylla út papp­íra og að við mynd­um fá tösk­urn­ar send­ar en við heyr­um ekk­ert. Það er kom­inn einn og hálf­ur sól­ar­hring­ur,“ sagði Lilja Björk Guðmunds­dótt­ir, farþegi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Sett hefur verið í forgang að hafa uppi á öllum farþegum sem hafa ekki fengið töskurnar sínar í hendurnar, að sögn Guðna. Hann getur þó ekki áætlað hve langan tíma það mun taka. 

Bæta upplýsingaflæði til farþega

„Þegar svona kemur upp á er gott að fylla út eyðublað á vefnum okkar um týndan farangur eða skilja eftir nafn tengiliðs á þjónustuborði flugvallarins.“

Seg­ir Lilja að Icelanda­ir hafi ekki gefið nein svör þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir hóps­ins til að ná sam­bandi við flug­fé­lagið. „Við erum búin að reyna að hringja í þau og senda þeim póst og það svar­ar okk­ur eng­inn.“

Guðni segir að Icelandair muni skoða og fara yfir upplýsingaflæði til farþega. „Það er greinilega eitthvað sem við getum bætt okkur í.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka