Bein kjaraskerðing fyrir heimilin

Drífa Snædal, forseti ASÍ, bjóst við minni hækkun stýrivaxta.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, bjóst við minni hækkun stýrivaxta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drífa Snæ­dal, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, bjóst ekki við jafn mik­illi hækk­un stýri­vaxta og raun bar vitni, en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans ákvað í dag að hækka stýri­vexti um eitt pró­sentu­stig.

„Mér finnst þetta mjög slæmt, hvort sem þetta er nauðsyn­legt eða ekki. Þetta kem­ur auðvitað niður á heim­il­un­um. Við sjá­um að venju­leg heim­ili eru að taka á sig gríðarleg­ar hækk­an­ir þessa dag­ana, sem er bein kjara­skerðing,“ seg­ir Drífa í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er að ger­ast um heim all­an og maður sér þol­in­mæði vinn­andi fólks um heim all­an vera á þrot­um. Þetta er að túlkast yfir í mik­il átök á vinnu­markaði hvort sem það er hér­lend­is eða er­lend­is.“

Held­ur alltaf að komið sé að há­marki

Stýri­vext­ir voru síðast hækkaðir þann 4. maí síðastliðinn og þá líka um eitt pró­sentu­stig. Því hafa stýri­vext­ir hækkað um tvö pró­sentu­stig á tveim­ur mánuðum. Þá var hækk­un­in nú meiri en hag­fræðideild Lands­bank­ans spáði í síðustu viku, en spáð var hækk­un um 0,75 pró­sentu­stig.

„Maður held­ur alltaf að það sé komið að ein­hverju há­marki en þetta held­ur áfram, sem er afar slæmt,“ seg­ir Drífa.

Hlut­verk verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar sé núna mik­il­væg­ara en oft áður. „Við þurf­um að tryggja að lífs­kjör rýrni ekki og sækja fram um bætt lífs­kjör.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert