Byssumaðurinn enn inni í íbúðinni

Sérsveitarmaður miðar byssu að blokkinni.
Sérsveitarmaður miðar byssu að blokkinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út klukk­an tutt­ugu mín­út­ur í átta í morg­un eft­ir að skotið var á bíl við Miðvang í Hafnar­f­irði. Bys­sumaður­inn er enn inni í íbúð sinni sem er í blokk við Miðvang 41. Ekki er ljóst hvort hann sé einn þar inni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu á svæðinu.

„Eng­an sakaði í morg­un, en ljóst er að mik­il hætta var á ferð og var sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra strax kölluð til vegna al­var­leika máls­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu sem barst um klukk­an hálf ell­efu í morg­un.

Lögreglumenn í forgrunni, bifreiðin sem skotið var á í bakgrunni. …
Lög­reglu­menn í for­grunni, bif­reiðin sem skotið var á í bak­grunni. Ekki hef­ur verið gefið út hvort eig­andi bíls­ins hafi verið í hon­um þegar skot­inu var hleypt af. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skýrslu­taka yfir eig­anda bíls­ins sem skotið var á stend­ur yfir. Mynd frá vett­vangi sýn­ir að rúða í bíln­um er brot­in. Lög­regl­an vill ekki tjá sig um það hvort eig­andi bíls­ins hafi verið stadd­ur í bíln­um þegar á hann var skotið en bif­reiðin var þá kyrr­stæð. Hún var stödd sunn­an meg­in við blokk­ina, að sögn lög­reglu. 

„Þar eru bif­reiðastæði, en gegnt hús­inu er leik­skóli. Aðgerðir lög­reglu á vett­vangi standa enn yfir, en starfs­fólki og börn­um á leik­skól­an­um hef­ur verið gert að halda sig inn­an­dyra á meðan á þeim stend­ur og þá hef­ur verið lokað fyr­ir alla um­ferð um hluta Miðvangs,“ seg­ir í fyrr­nefndri til­kynn­ingu.

Húsið hef­ur ekki verið rýmt

Dróni á veg­um lög­reglu er á ferð yfir svæðinu að skoða bygg­ing­una og fjölgaði sér­sveit­ar­mönn­um þar um klukk­an tíu í morg­un. Drón­an­um hef­ur verið flogið hátt yfir blokk­inni.

Sjón­ar­vott­ar sem mbl.is hef­ur rætt við segja að skot­hvell­ir hafi heyrst í blokk­inni við Miðvang 41 um klukk­an sjö í morg­un. Íbúar eru enn í hús­inu sem hef­ur ekki verið rýmt en lög­regla sér til þess að fólk haldi sig í íbúðum sín­um. Þá eru í og við blokk­ina fjöl­marg­ir lög­reglu- og sér­sveit­ar­menn. 

Svæðið innsiglað.
Svæðið inn­siglað. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Versl­un­in Nettó er á neðri hæð blokk­ar­inn­ar og hef­ur henni verið lokað en starfs­fólk versl­un­ar­inn­ar er enn þar inni.

Frétt­in er í vinnslu

Leikskólanum Víðivöllum sem er í grenndinni hefur verið lokað.
Leik­skól­an­um Víðivöll­um sem er í grennd­inni hef­ur verið lokað. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Dróni lögreglu flaug hátt yfir húsinu.
Dróni lög­reglu flaug hátt yfir hús­inu. mbl.is/​Tóm­as Arn­ar
Lögreglumenn aðstoðuðu leigubílsstjóra við að koma bíl hans af vettvangi.
Lög­reglu­menn aðstoðuðu leigu­bíls­stjóra við að koma bíl hans af vett­vangi. mbl.is/​Tóm­as Arn­ar
Bætt hefur í lið sérsveitarinnar á staðnum.
Bætt hef­ur í lið sér­sveit­ar­inn­ar á staðnum. mbl.is/​Tóm­as Arn­ar
mbl.is/​Tóm­as Arn­ar
Blokkin sem byssumaðurinn er enn staddur í.
Blokk­in sem bys­sumaður­inn er enn stadd­ur í. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert