Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsli eftir að sendibifreið ók aftan á fólksbifreið á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík upp úr klukkan 11 í morgun.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn í hvorum bíl. Sá sem var í fólksbílnum var fluttur á slysadeild.
Töluverðar umferðartafir urðu vegna slyssins en þær ættu að fara að leysast, að sögn varðstjóra, enda er slökkviliðið farið af vettvangi.