Einn á slysadeild eftir aftanákeyrslu

Einn var flutt­ur á slysa­deild með minni hátt­ar meiðsli eft­ir að sendi­bif­reið ók aft­an á fólks­bif­reið á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Löngu­hlíðar í Reykja­vík upp úr klukk­an 11 í morg­un. 

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu var einn í hvor­um bíl. Sá sem var í fólks­bíln­um var flutt­ur á slysa­deild.

Tölu­verðar um­ferðartaf­ir urðu vegna slyss­ins en þær ættu að fara að leys­ast, að sögn varðstjóra, enda er slökkviliðið farið af vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert