„Erum búin að bíða lengi eftir þessum degi“

Elvar Þrastarson, annar eigenda Ölverks, stendur hér við ísskáp sem …
Elvar Þrastarson, annar eigenda Ölverks, stendur hér við ísskáp sem geymir framleiðsluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum búin að bíða eftir þessum degi lengi, alveg síðan Ölverk var stofnað fyrir fimm árum, og fögnum auðvitað frumvarpinu.“ segir Elvar Þrastarsson, bruggmeistari og einn eigandi brugghússins Ölverks í Hveragerði, í samtali við Morgunblaðið, en hinn 1. júlí næstkomandi verður brugghúsum landsins heimilað að selja vörur sínar á framleiðslustað, frumvarp dómsmálaráðherra þess efnis var samþykkt 15. júní síðastliðinn.

„Þetta er það sem ferðamenn innanlands jafnt sem erlendis hafa viljað; þeir koma á staðinn, fá ákveðna upplifun og vilja oft fá að taka okkar sérvöru heim til að njóta síðar,“ segir Elvar og bætir við að þetta sé mikilvægt skref fyrir bjórmenningu Íslands, en það er nóg að gera hjá brugghúsum landsins.

Þessa stundina er Ölverk með tanka fulla af alls kyns bjór sem bíður þess að fara í sölu hinn 1. júlí. „Þetta er þá þriðji sölustaðurinn sem bætist við hérna hjá Ölverki, það er spurning hvort við munum hafa undan en við þurfum greinilega að vinna vel til að halda í eftirspurn fyrir sumarið,“ segir Elvar að lokum.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka