Gæti tekið þrjú ár að vinna úr máli Margeirs

Margeir Ingólfsson segir að mál hans þar sem bifreið keyrði …
Margeir Ingólfsson segir að mál hans þar sem bifreið keyrði á hann gæti tekið þrjú ár í vinnslu. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er eitt­hvað í þessu kerfi sem er mjög brotið og það að þeir skildu ekki sækja mann­inn strax og að minnsta kosti taka af hon­um prófið tíma­bundið er óskilj­an­legt,“ seg­ir Mar­geir Ing­ólfs­son, bet­ur þekkt­ur sem DJ Mar­geir, í sam­tali við mbl.is.

Fjórða júní var ekið aft­an á Mar­geir þegar hann hjólaði niður Lauga­veg­inn. Sam­kvæmt Mar­geiri og vitn­um á staðnum þandi ökumaður vél bif­reiðar sinn­ar og flautaði á Mar­geir sem hjólaði á um­ferðar­hraða fyr­ir fram­an bíl­inn. Bíll­inn keyrði þá aft­an á Mar­geir með þeim af­leiðing­um að hann datt í göt­una. Þá keyrði ökumaður­inn yfir reiðhjól Mar­geirs og flúði af vett­vangi og keyrði niður göngu­götu.

Mar­geir var á mánu­dag­inn að fá í fyrsta skipti upp­lýs­ing­ar frá lög­reglu um fram­vindu máls­ins, sem átti sér stað fyr­ir meira en tveim­ur vik­um síðan. Árá­samaður­inn hef­ur ekki verið hand­tek­inn. Málið er að sögn Mar­geirs rann­sakað sem afstunga og að lífi og lík­ama hafi verið stofnað í hættu.

„Stóra mynd­in er sú að þetta mun að öll­um lík­ind­um taka lang­an tíma. Gæti tekið allt að þrem­ur árum að fara í gegn. Ég átta mig á því að það geta verið meira aðkallandi mál sem lög­regl­an þarf að sinna en þetta er rosa­lega lang­ur tími.

Reiðhjól Margeirs var mikið skemmt eftir árásina.
Reiðhjól Mar­geirs var mikið skemmt eft­ir árás­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Ástæðan fyr­ir því að það er ekki gert meira úr mál­inu virðist fyrst og fremst vera sú að ég slepp til­tölu­lega óskaddaður frá þessu. Samt sem áður eru öll þessi vitni til staðar auk þess að árás­in virðist hafa náðst í gegn­um ör­ygg­is­mynda­vél­ar. Þau er vitað hver árás­armaður­inn er,“ seg­ir Mar­geir.

Áverka­vott­orð eft­ir þrjá mánuði

„Þau [lög­regl­an] lögðu mikla áherslu á að ég myndi fá áverka­vott­orð, sama hvað. Jafn­vel þó ég væri bara með litla skrámu. Þegar ég spyr hvar ég fæ svo­leiðis benda þau á heilsu­gæsl­una. Þegar ég talaði við heilsu­gæsl­una, þá buðu þau mér tíma í lok ág­úst. Þegar ég ít­rekaði að um væri að ræða áverka­vott­orð sem væri vont að bíða mikið með, þá buðu þau mér að hringja nokkr­um dög­um síðar til að fá síma­tíma hjá lækni. Áverka­vott­orð í gegn­um síma­tíma?“ spyr Mar­geir furðu lost­inn.

„Þetta er mjög kó­mískt og ég er ekki einn um að finn­ast það. Ég endaði bara á því að fara á Lækna­vakt­ina og borgaði því auka­lega fyr­ir að kom­ast að, því ég fæ ekki tíma hjá lækni fyrr en eft­ir þrjá mánuði. Ætli þetta sé ekki ákveðið form á einka­væðingu heil­brigðis­kerf­is­ins án þess að það hafi átt sér stað nokkuð sam­tal.

Ég tek þessu bara á húmorn­um en ég ætla alla vega að fylgja þessu máli eft­ir, hvernig sem það verður,“ seg­ir Mar­geir að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert