Íbúar Miðvangs rólegir þrátt fyrir allt

Lögreglumaður við bifreiðina sem var skotið á í dag.
Lögreglumaður við bifreiðina sem var skotið á í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúar í fjöl­býl­is­hús­inu við Miðvang 41, sem mbl.is ræddi við fyrr í dag, áttu það flest­ir sam­eig­in­legt að vera ró­leg­ir, jafn­vel þó að í hús­inu dveldi maður sem grunaður var um að hafa skotið á kyrr­stæða bif­reið fyrr um morg­un­inn.

Maður­inn var hand­tek­inn í kring­um hálf eitt í dag.

Sig­ur­laug Jóna Guðmunds­dótt­ir var sof­andi þegar skot­un­um var hleypt af. Þegar hún vaknaði um morg­un­inn og ætlaði að sækja dag­blaðið sitt, tók á móti henni óvænt sjón.

Frá Miðvangi. Sérsveitin mætti á staðinn í morgun og viðbúnaður …
Frá Miðvangi. Sér­sveit­in mætti á staðinn í morg­un og viðbúnaður var mik­ill. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég fór að sækja dag­blaðið og þegar lyft­an opnaðist, þá voru þar tveir lög­reglu­menn sem réttu mér dag­blaðið,“ seg­ir Sig­ur­laug Jóna, sem var al­veg ró­leg yfir aðstæðunum.

Súr­realískt en gott að eng­an sakaði

Vikt­oría Sig­urðardótt­ir var á leið í vinnu þegar lög­reglu bar að garði. Hún náði að kom­ast af stað og var því í vinnu þegar mbl.is ræddi við hana. Hún vonaðist til þess að kom­ast heim síðar í dag.

„Þetta er nátt­úr­lega rosa­lega súr­realískt, ég viður­kenni það al­veg,“ sagði Vikt­oría sem var feg­in að eng­an sakaði. „Af því að það er í lagi með alla, er maður miklu ró­legri.“

Þór­unn Jens­dótt­ir var einnig sof­andi á átt­unda tím­an­um í morg­un þegar skot­un­um var hleypt af. Hún var í góðum gír að fá sér há­deg­is­mat þegar mbl.is sló á þráðinn hjá henni en þá hafði sá grunaði ekki enn verið hand­tek­inn. Hún, eins og aðrir íbú­ar, vonaði að úr ástand­inu myndi leys­ast. Það hef­ur nú gerst, með hand­töku hins grunaða, karl­manns á sjö­tugs­aldri.

Rauði kross­inn minn­ir á hjálp­arsím­ann

Rauði kross­inn sendi frá sér til­kynn­ingu fyrr í dag þar sem minnt var á hjálp­arsím­ann 1717 og net­spjallið á 1717.is.

„Það get­ur vakið óhug fólks þegar hættu­ástand eins og skap­ast hef­ur í Hafnar­f­irði er í gangi og við minn­um því á 1717 þar sem er opið all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert