Ingó áfrýjar málinu gegn Sindra

Ingó Veðurguð höfðaði meiðyrðamál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni.
Ingó Veðurguð höfðaði meiðyrðamál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur tekið ákvörðun um að áfrýja máli sínu gegn Sindra Þór Sigríðarsyni til Landsréttar. 

Þetta staðfestir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, en áfrýjunarstefna verður send Landsrétti í dag.

Sindri Þór var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ingólfs sem stefndi honum fyrir ærumeiðingar, en Sindri hélt því meðal annars fram á samfélagsmiðlum að Ingó hefði „sofið hjá börnum.“

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Sindri hafi verið í góðri trú um þau ummæli sem hann lét falla og því ekki um að ræða tilhæfulausar aðdróttanir. 

Niðurstaða héraðsdóms var umdeild. Auður lýsti því í samtali við mbl.is að hún hefði aldrei fengið önnur eins viðbrögð og eftir að niðurstaðan var ljós í máli Ingós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka