Heppinn Íslendingur hreppti rúmar 10 milljónir í EuroJackpot í gær en hann var einn af sjö einstaklingum sem deildu þriðja vinningi.
Fyrsti vinningurinn gekk ekki út í gær en hann nam 5,7 milljörðum króna. Annar vinningurinn fór til einstaklings sem keypti miða í Þýskalandi, en hann nam 124.636.280 krónum.
Þá var heldur enginn með allar fimm jókertölurnar réttar í réttri röð. Einn var þó með fjórar jókertölur réttar og í réttri röð.