Líkamsárás í fótboltaleik á Litla-Hrauni

Að sögn fangelsismálastjóra er þetta í fyrsta sinn sem svona …
Að sögn fangelsismálastjóra er þetta í fyrsta sinn sem svona atvik kemur upp. mbl.is/Sigurður Bogi

Fót­bolta­leik­ur milli fanga og gesta á Litla-Hrauni í fyrra­dag fór úr bönd­un­um þegar að fangi fór inn á völl­inn og veitt­ist að liðsmanni gest­anna. Hann hef­ur nú verið kærður fyr­ir lík­ams­árás. Þetta staðfest­ir Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri í sam­tali við mbl.is.

Rúv greindi fyrst frá.

Fót­bolta­leik­ir eru ekki óal­geng­ir viðburðir á Litla-Hrauni en þar er mynd­ar­leg­ur gervi­grasvöll­ur sem er nýtt­ur eins og hægt er yfir sum­ar­tím­ann, að sögn Páls. Þetta mun þó vera í fyrsta sinn sem at­vik af þessu tagi kem­ur upp við þessi tæki­færi.

All­ar árás­ir kærðar í fang­els­um

Lið eldri flokks Þrótt­ar í Reykja­vík sótti lið fanga FC hrotta heim á mánu­dag­inn. Að sögn Páls lentu leik­menn liðanna sam­an, eins og geng­ur og ger­ist í fót­bolta, en þegar búið var að leysa þann ágrein­ing rauk einn áhorf­end­anna inn á völl­inn, sem var vist­maður á staðnum, og veitti leik­manni gest­anna höfuðhögg.

Leikmaður­inn mun ekki vera al­var­lega slasaður en all­ar lík­ams­árás­ir sem eiga sér stað í fang­els­um lands­ins eru kærðar til lög­reglu og var þetta eng­in und­an­tekn­ing. Páll seg­ir þetta einnig flokk­ast sem aga­brot í fang­elsi og mun viðkom­andi fá viðeig­andi agaviður­lög fyr­ir brotið.

At­vikið komi ekki niður á hópn­um

Fang­elsið mun bregðast við at­vik­inu með því að sýna meiri gát þegar að næstu sam­kom­ur verða í fang­els­inu, að sögn Páls.

„Við leggj­um hins veg­ar áherslu á það að öll virkni er mjög góð og iðkun íþrótta er já­kvæð og mik­il­væg fyr­ir skjól­stæðinga okk­ar þannig við ætl­um ekki að láta þetta koma niður á hópn­um í heild,“ bæt­ir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert