Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af hópi unglinga í Kringlunni í dag vegna láta og hótanna sem þau höfðu haft uppi, er kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Þar segir að lögreglan hafi rætt við unglingana og tilkynnt bæði foreldrum þeirra og barnaverndaryfirvöldum um málið.
Lögreglan stöðvaði bifreið í dag þar sem skoðun á dekkjabúnaði kom í ljós að undir voru fjögur negld dekk. „Ökumaður má búast við góðri sekt,“ segir í dagbókarfærslunni. Þá voru ökumenn stöðvaðir í nokkrum tilvikum fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og án réttinda.
Tilkynnt um aðila sem bitinn var af hundi í hverfi 210. Blæddi úr ökkla og var viðkomandi ráðlagt að fara á sjúkrahús til aðhlynningar.