Lögreglan hafði afskipti af unglingum með hótanir

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af hópi unglinga í dag.
Lögreglan þurfti að hafa afskipti af hópi unglinga í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af hópi ung­linga í Kringl­unni í dag vegna láta og hót­anna sem þau höfðu haft uppi, er kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar. 

Þar seg­ir að lög­regl­an hafi rætt við ung­ling­ana og til­kynnt bæði for­eldr­um þeirra og barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um um málið. 

Á von á feitri sekt

Lög­regl­an stöðvaði bif­reið í dag þar sem skoðun á dekkja­búnaði kom í ljós að und­ir voru fjög­ur negld dekk. „Ökumaður má bú­ast við góðri sekt,“ seg­ir í dag­bókar­færsl­unni. Þá voru öku­menn stöðvaðir í nokkr­um til­vik­um fyr­ir akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og án rétt­inda. 

Til­kynnt um aðila sem bit­inn var af hundi í hverfi 210. Blæddi úr ökkla og var viðkom­andi ráðlagt að fara á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert