Næsta skref að auglýsa eftir tveimur dómaraefnum

„Við verðum bara að taka þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Við verðum bara að taka þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við verðum að skila inn þrem­ur dóm­ara­efn­um. Ég er bara með eitt, við þurf­um að aug­lýsa eft­ir fleir­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Hún upp­lýsti rík­is­stjórn­ina um stöðu mála er við koma dóm­ara­efn­um Íslands við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, á rík­is­stjórn­ar­fundi. 

Hefja þarf um­sókn­ar­ferlið upp á nýtt, í ljósi þess að tveir af þrem­ur um­sækj­end­um, sem Katrín hafði til­nefnt, hafa ákveðið að draga um­sókn sína til baka. 

Seink­ar ferl­inu

Stöður tveggja um­sækj­enda verða aug­lýst­ar og von­ast Katrín til þess að geta til­nefnt nýja um­sækj­end­ur á til­sett­um tíma.

„Við þurf­um að hafa þrjú dóm­ara­efni sem þingið svo kýs á milli, þannig að næsta skref er að birta aug­lýs­ingu.“

Þetta bak­slag kem­ur til með að seinka ferl­inu en þó ekki veru­lega, að sögn Katrín­ar. Skipa þarf nýj­an ís­lensk­an dóm­ara við MDE sem tek­ur við af Ró­berti R. Spanó þegar embætt­istíð hans lýk­ur, þann 31. októ­ber. 

Katrín er sjálf ný­kom­in heim frá Strass­burg, þar sem dóm­stóll­inn er og skip­un­ar­ferlið fer fram. Aðspurð hvort þetta sé óheppi­legt fyr­ir Ísland út á við svar­ar hún: „Við verðum bara að taka þessu og vinn­um áfram að því að ljúka mál­inu.“

„Upp­fylla öll formskil­yrði í raun og veru“

Davíð Þór Björg­vins­son, fyrr­ver­andi dóm­ari Íslands við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, sagði í viðtali við mbl.is í gær, að senni­lega hefðu þeir Jón­as Þór Guðmunds­son og Stefán Geir Þóris­son dregið um­sókn­ir sín­ar til baka eft­ir að viðraðar hafi verið efa­semd­ir um hæfi þeirra. 

Katrín seg­ir að sér­stök hæfis­nefnd, skipuð hér heima og leidd af Ragn­hildi Helga­dótt­ur, hafi metið hæfi um­sækj­enda, áður en hún til­nefndi þá.

„Þess­ir þrír ein­stak­ling­ar upp­fylla öll formskil­yrði í raun og veru. Síðan er það ráðgjafa­nefnd sem tek­ur við bolt­an­um og skil­ar því til nefnd­ar­inn­ar sem tek­ur viðtöl­in, að um­sækj­end­urn­ir þrír upp­fylli hæfis­skil­yrði. Þess­ir þrír ein­stak­ling­ar fara svo í viðtal og í kjöl­farið draga tveir um­sókn­ir sín­ar til baka.“

Fáir um­sækj­end­ur komu á óvart

Nú þarf Katrín að finna tvo hæfa um­sækj­end­ur á list­ann. Innt eft­ir því hvort hún telji það verða vanda­samt, svar­ar hún:

„Það kom mér per­sónu­lega á óvart að það sóttu bara þrjú um stöðuna í vet­ur, það voru samt líka bara þrjú sem sóttu um 2013 þegar þetta var síðast aug­lýst, þannig að það er ekki nýtt. Ég lít bara svo á að þetta sé viðfangs­efni sem þarf að klára.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert