Óttast að stríðið dragist á langinn

Bjarni í þingsal fulltrúadeildar breska þingsins í Westminster í Lundúnum.
Bjarni í þingsal fulltrúadeildar breska þingsins í Westminster í Lundúnum.

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Vinstri-grænna, sótti á dögunum tveggja daga vinnufund formanna utanríkismálanefnda Norður-Evrópuríkja sem haldinn var í breska þinghúsinu, Westminsterhöll í Lundúnum. Hann segir fundinn hafa verið bæði gagnlegan og mikilvægan en meginumræðuefni hans sneri að innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt Bjarna mættu kollegar hans frá hinum Norðurlandaþjóðunum, Eystrasaltsríkjunum, Írlandi og Bretlandi.

Bjarni var staddur í Strassborg ásamt Íslandsdeild Evrópuráðsins þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum í gær. Sagði hann að meginþunginn á fundinum í Lundúnum hefði snúist um stöðuna í Úkraínu og þær hræðilegu afleiðingar sem innrás Rússa hefur haft.

Norðurskautsmálin rædd

„Þá var einnig farið yfir viðbrögð við innrásinni og hvernig þjóðir heims og ekki síst Evrópu hafi staðið sig í að bregðast við þeim hörmungum, meðal annars hvers kyns mannúðaraðstoð, móttöku fólks á flótta og leiðir til að binda enda á stríðið, en ekki síður að greina stöðuna með hjálp sérfræðinga ýmissa sviða, t.d. forstjóra bresku leyniþjónustunnar til skamms tíma,“ segir Bjarni.

Hann segir kollega sína óttast að stríðið í Úkraínu eigi eftir að dragast á langinn og valda enn meiri hörmungum og óstöðugleika. Þeir horfi ekki bara á stöðuna í Evrópu heldur líka á heimsvísu. Þá þurfi að koma í veg fyrir að stríðið breiðist frekar út með ófyrirsjánlegum afleiðingum.

Lengra viðtal má finna í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka