Pepp Ísland í nýtt húsnæði

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðs Samkaupa, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, …
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðs Samkaupa, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa, Guðný Helena Guðmundsdóttir, fulltrúi Hjálparstarfs Kirkjunnar innan EAPN og formaður EAPN og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp. Ljósmynd/Aðsend

Sam­kaup og Pepp Ísland und­ir­rituðu í gær samn­ing þess efn­is að frá og með 1. júlí muni sam­tök­in opna fjöl­skyldu-og fjöl­menn­ing­ar­set­ur í Arn­ar­bakka í Breiðholti, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Hús­næðið sem um ræðir hýsti áður versl­un­ina Ice­land en Pepp Ísland var áður til húsa í Mjódd­inni. Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að Sam­kaup munu styrkja sam­tök­in um hús­gögn og mat­væli sem munu nýt­ast í starf­inu. 

Jafn­framt kem­ur fram að starf Pepp Íslands, sem er grasrót­ar­starf EAPN, sam­taka gegn fá­tækt, byggi á sjálf­boðaliðum úr hópi fólks sem þekk­ir frá fyrstu hendi fá­tækt og fé­lags­lega ein­angr­un og fer úr hlut­verki þiggj­anda yfir í að veita aðstoð til fólks í sömu spor­um.

„Það er svo mik­il­vægt í starfi eins og okk­ar að geta tekið á móti fólki úr fá­tækt og fé­lags­legri ein­angr­un með reisn og það gæt­um við ekki án stuðnings sam­fé­lags­ins og sam­fé­lagssinnaðra fyr­ir­tækja eins og Sam­kaupa. Við hlökk­um til enn frek­ari sam­vinnu sem fær­ir okk­ur nær því tak­marki að styðja bet­ur við jaðar­sett­ari hópa sam­fé­lags­ins um leið og við sporn­um gegn sóun,” er haft eft­ir Ástu Þór­dísi Skjald­dal Guðjóns­dótt­ur, sam­hæf­ing­ar­stjóra Pepp. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert