Enginn þátttakandi hreppti þær 931.825.810 milljónir sem voru í pottinum í Víkinglottó í kvöld. Þá vann enginn 2. vinning sem var upp á 51.653.570 milljónir.
Einn þátttakandi hreppti þó 3. vinning og hlýtur hann tæpar tvær milljónir króna. Miðinn var seldur á lotto.is.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn fékk 2. vinning. Hlýtur hann 100 þúsund krónur, en miðinn var keyptur á lotto.is.