Þótti óþekkur og vitlaus krakki

Örvar ætlaði sér aldrei aftur í nám.
Örvar ætlaði sér aldrei aftur í nám. Ljósmynd/Aðsend

Örvar Bessa­son, 47 ára gam­all fjöl­skyldufaðir, út­skrifaðist af Há­skóla­brú Keil­is á dög­un­um en hann hef­ur haft slæma upp­lif­un af skóla­kerf­inu og bjóst aldrei við því að fara aft­ur í nám.

„Skóla­ganga mín litaðist mjög mikið af því að ég er með ADHD sem eng­inn vissi hvað var á þeim tíma. Ég þótti ein­fald­lega óþekk­ur og vit­laus krakki sem gat ekki farið eft­ir neinu.

Þessi skila­boð höfðu þannig áhrif á sjálfs­mynd­ina hjá mér að ég trúði því sjálf­ur að ég væri bara óþekk­ur og vit­laus. En um 40 árum síðar fékk ég grein­ingu og það mætti segja að 20 mín­út­um eft­ir að ég tók lyf við ADHD hafi allt líf mitt breyst,“ seg­ir Örvar.

Þurfti að hugsa hlut­ina upp á nýtt

Örvar hef­ur að mestu starfað við mat­reiðslu bæði til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum síðan og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an, en vann þess á milli á veit­inga­stöðum í landi.

„Ég veit eig­in­lega ekk­ert skemmti­legra en að elda fal­leg­an og góðan mat,“ seg­ir hann.

„Ég var að vinna hjá kjöt­fram­leiðanda þegar Covid skell­ur á og er einn af þeim sem þurfti að hugsa hlut­ina upp á nýtt vegna þess hvernig at­vinnu­markaður­inn og þá sér­stak­lega veit­inga­geir­inn varð illa úti við það að ferðamenn hættu að koma til lands­ins.“

Örvar ásamt börnum sínum.
Örvar ásamt börn­um sín­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Vildi vera til gagns

Mark­mið Örvars er að læra guðfræði við Há­skóla Íslands, en um­sókn hans hef­ur þegar verið samþykkt. „Mig langaði ein­fald­lega að reyna að vera til gagns,“ seg­ir Örvar um ástæðu þess að hann fór aft­ur í nám.

„Ég er einn af þeim sem þurfti að breyta um lífs­stíl og lífsviðhorf, drakk of mikið og leið ein­fald­lega ekki vel. Eft­ir að ég hætti drykkju og náði að fóta mig aft­ur í líf­inu langaði mig ein­fald­lega að hjálpa fólki til að eign­ast betra líf og til þess þarf ég að verða mér úti um réttu tæk­in til þess og mín leið er í gegn­um guðfræði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert