Vindorka nýtt eftir fáein ár

Vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti til að kanna möguleikana ofan við …
Vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti til að kanna möguleikana ofan við Búrfell hafa sýnt fram á að vindur er hagstæður í Búrfellslundi. Ljósmynd/Landsvirkjun

Lands­virkj­un hyggst vinna sam­tím­is að und­ir­bún­ingi þeirra tveggja vindorku­vera sem kom­in eru í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar. Lík­legra er þó að Búr­fells­lund­ur komi fyrr til fram­kvæmda en Blönd­u­lund­ur en þó er ekki við því að bú­ast að vind­ur­inn á Haf­inu við Búr­fell fari að fram­leiða raf­orku fyrr en eft­ir þrjú til fjög­ur ár, í fyrsta lagi, að mati Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar.

Hönn­un og um­hverf­is­mati vegna Búr­fells­lund­ar er lokið en eft­ir er leyf­is­veit­inga­ferli sem get­ur verið tíma­frekt sem og samn­ing­ar við land­eig­end­ur. Þá er það for­senda upp­bygg­ing­ar vindorku á Suður­landi að afl vatns­afls­virkj­ana á Þjórsár-Tungna­ár­svæðinu verði aukið, til að þær geti unnið með vindork­unni. Litið er til stækk­un­ar Sigöldu­stöðvar í því efni.

Vinna er haf­in við um­hverf­is­mat Blönd­u­lund­ar og sama ferli eft­ir þar og á Haf­inu við Búr­fell. Bætt flutn­ings­geta frá svæðinu er hins veg­ar for­senda fyr­ir því veri og er litið til styrk­ing­ar Blönd­u­línu í því efni.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert