Vindorka nýtt eftir fáein ár

Vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti til að kanna möguleikana ofan við …
Vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisti til að kanna möguleikana ofan við Búrfell hafa sýnt fram á að vindur er hagstæður í Búrfellslundi. Ljósmynd/Landsvirkjun

Landsvirkjun hyggst vinna samtímis að undirbúningi þeirra tveggja vindorkuvera sem komin eru í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Líklegra er þó að Búrfellslundur komi fyrr til framkvæmda en Blöndulundur en þó er ekki við því að búast að vindurinn á Hafinu við Búrfell fari að framleiða raforku fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, í fyrsta lagi, að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar.

Hönnun og umhverfismati vegna Búrfellslundar er lokið en eftir er leyfisveitingaferli sem getur verið tímafrekt sem og samningar við landeigendur. Þá er það forsenda uppbyggingar vindorku á Suðurlandi að afl vatnsaflsvirkjana á Þjórsár-Tungnaársvæðinu verði aukið, til að þær geti unnið með vindorkunni. Litið er til stækkunar Sigöldustöðvar í því efni.

Vinna er hafin við umhverfismat Blöndulundar og sama ferli eftir þar og á Hafinu við Búrfell. Bætt flutningsgeta frá svæðinu er hins vegar forsenda fyrir því veri og er litið til styrkingar Blöndulínu í því efni.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert