17 ára á 116 kílómetra hraða

Ökumennirnir voru stöðvaðir af lögreglu.
Ökumennirnir voru stöðvaðir af lögreglu. mbl.is/Eggert

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sneru að mestu leyti að afskiptum af ökumönnum, fjórum sinnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 

Þá stöðvaði lögreglan einnig tvo ökumenn í Grafarvogi sem voru á mikilli hraðferð. Annar þeirra var á 116 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 80. Ökumaðurinn er einungis 17 ára gamall. Hann játaði brotið og var tilkynning send barnaverd. 

Hinn hraðaksturskappinn var á 113 kílómetra hraða í götu þar sem mest má keyra á 80. Hann er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert