Fjöldi einstaklinga í transteymi jókst

Frá gleðigöngunni árið 2015.
Frá gleðigöngunni árið 2015. Ljósmynd/Júlíus Sigurðsson.

Fjöldi ein­stak­linga í tran­steymi Land­spít­ala jókst á síðasta ári um 26 og hærra hlut­fall um­sókna stúlkna og kvenna um alþjóðlega vernd en karla og drengja var samþykkt.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í kyn­leg­um töl­um, sam­an­tekt Mann­rétt­inda- og lýðræðis­skrif­stofu á ýms­um töl­fræðing­um upp­lýs­ing­um en bæk­ling­ur með tölu­leg­um upp­lýs­ing­um um kyn og marg­breyti­leika í borg­inni var gef­inn út í ell­efta sinn í ár.

Seg­ir í til­kynn­ingu að í ár hafi sjón­um verið beint að inn­flytj­end­um og mál­efn­um hinseg­in fólks.

Fleiri karl­ar sóttu um alþjóðlega vernd

Kem­ur fram í töl­un­um að árið 1998 voru kon­ur 1.694 inn­flytj­enda í Reykja­vík en karl­ar 1.224 miðað við árið 2021 þar sem kon­ur voru 11.482 og karl­ar 14.187. Þetta nem­ur 578% fjölg­un á meðal kvenna og 1059% fjölg­un á meðal karla og breyt­ingu á kynja­hlut­föll­um. 

Árið 2021 voru 49% um­sókna kvenna um alþjóðlega vernd samþykkt­ar en 39% um­sókna karla. Á sama tíma voru 54% um­sókna stúlkna samþykkt­ar en 48% um­sókna drengja. Tals­vert fleiri um­sókn­ir karla bár­ust eða 375 á meðan 197 kon­ur sóttu um alþjóðlega vernd.  

„Hlut­falls­legt at­vinnu­leysi eft­ir rík­is­fangi í mars 2019, 2020, 2021 og 2022 var tals­vert hærra hjá ein­stak­ling­um með er­lent rík­is­fang en þeim sem voru með ís­lenskt rík­is­fang. Í mars 2022 var at­vinnu­leysi meðal fólks með er­lent rík­is­fang 8% eða fjór­falt hærra en meðal fólks með ís­lenskt rík­is­fang sem var 1,8%.“

Þá fór fjöldi ein­stak­linga í þjón­ustu við tran­steymi full­orðinna hjá Land­spít­ala frá því að vera 49 árið 2018 í að vera 75 árið 2021. Árið 2022 höfðu 56 starfsstaðir Reykja­vík­ur­borg­ar fengið Regn­boga­vott­un Reykja­vík­ur­borg­ar sem byrjað var að veita árið 2020.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert