Opinn fundur um stöðu varnar- og öryggismála á Íslandi

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti opni fundur ungliðanefndar Varðbergs hefst klukkan 17 í dag og ber hann yfirskriftina Staða varn­ar- og ör­ygg­is­mála á Íslandi. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér að neðan.

Á fund­in­um mun Geir Ove Øby, fasta­full­trúi Íslands í Atlats­hafs­banda­lag­inu, halda fram­sögu­er­indi um viðbrögð banda­lags­ins við inn­rás Rússa í Úkraínu og setja í sam­hengi við varn­ar­mál á Íslandi.

Í pall­borði verða, auk Geirs, Bald­ur Þór­halls­son, Björn Bjarna­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir verður fund­ar­stjóri.

Ungliðanefnd Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, er nýstofnuð. Ekki hefur verið starfandi ungliðahreyfing innan félagsins frá því að Varðberg og Sam­tök um vest­ræna sam­vinnu sam­einuðust árið 2010 en áður var starf­andi ungliðahreyf­ing inn­an Varðbergs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert