Fyrsti opni fundur ungliðanefndar Varðbergs hefst klukkan 17 í dag og ber hann yfirskriftina Staða varnar- og öryggismála á Íslandi. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi hér að neðan.
Á fundinum mun Geir Ove Øby, fastafulltrúi Íslands í Atlatshafsbandalaginu, halda framsöguerindi um viðbrögð bandalagsins við innrás Rússa í Úkraínu og setja í samhengi við varnarmál á Íslandi.
Í pallborði verða, auk Geirs, Baldur Þórhallsson, Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Diljá Mist Einarsdóttir verður fundarstjóri.
Ungliðanefnd Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, er nýstofnuð. Ekki hefur verið starfandi ungliðahreyfing innan félagsins frá því að Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu sameinuðust árið 2010 en áður var starfandi ungliðahreyfing innan Varðbergs.