Dæmdur fyrir nauðgun er hann var 17 ára

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karl­maður var í gær dæmd­ur í 2 ára skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir nauðgun sem átti sér stað árið 2012, þegar hann var 17 ára og kon­an 16 ára.

Málið var kært sjö árum síðar auk þess sem rann­sókn þess dróst úr hófi og því 10 ár liðin þegar dóm­ur féll. Af þeim sök­um var refs­ing öll skil­orðsbund­in.

Maður­inn hafði, á þáver­andi heim­ili sínu, sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök við kon­una gegn henn­ar vilja með því að beita hana of­beldi og ólög­mætri nauðung.

Lét ekki af hátt­sem­inni

Í dómi Héraðsdóms Reykja­ness kem­ur fram að maður­inn hafi káfað á brjóst­um henn­ar og kyn­fær­um innan­k­læða og fært hana úr bux­um og nær­bux­um og haft við hana munn­mök, neytt hana til að veita sér munn­mök og haft við hana sam­ræði.

Lét maður­inn ekki af hátt­sem­inni þrátt fyr­ir að kon­an hefði ít­rekað beðið hann um að hætta, sagt hon­um að hún vildi þetta ekki og reynt að ýta hon­um burt. Maður­inn neitaði sök í mál­inu og kvaðst ekk­ert muna eft­ir at­vik­inu og hafa verið í mik­illi neyslu á þess­um tíma.

Er hon­um gert að greiða kon­unni 1,5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert