Fimmtán mánaða fangelsi fyrir smygl

Maður var í dag dæmdur í héraðsdómi Reykjaness fyrir smygl …
Maður var í dag dæmdur í héraðsdómi Reykjaness fyrir smygl á kókaíni. mbl.is/Ófeigur

Maður var í héraðsdómi Reykja­ness dæmd­ur í 15 mánaða fang­elsi fyr­ir smygl á kókaíni.

Málið var höfðað gegn mann­in­um fyr­ir stór­fellt brot gegn lög­um um áv­ana og fíkni­efni, er kem­ur fram í dómn­um. Hann var staðinn að inn­flutn­ingi á 997,38 grömm­um af 83% sterku kókaíni ætluðu til sölu­dreif­ing­ar hér á landi.

Maður­inn játaði brot sitt af­drátt­ar­laus fyr­ir dómi og var tekið til­lit til þess þegar refs­ing var ákveðin.

Hann var dæmd­ur í fang­elsi í fimmtán mánuði, til frá­drátt­ar gæslu­v­arðhaldsvist sem hann sætti frá 7. mars til dags­ins í dag.

Ásamt því var kókaínið gert upp­tækt ásamt Oppo farsíma.

Hon­um var þá gert að greiða 744.000 krón­ur af mál­svarn­ar­laun­um skipaðs verj­anda síns, Odd­geiri Ein­ars­syni lög­manns, en rík­is­sjóður greiðir þriðjung, eða 372.000 krón­ur. Mann­in­um var líka gert að greiða mál­svarn­ar­laun verj­anda síns, Hall­dóru Aðal­steins­dótt­ur lög­manns, 500.000 krón­ur og akst­urs­kostnað verj­anda 33.600 krón­ur.

Að lok­um þurfti hann að greiða ann­an sak­ar­kostnað 255.223 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert