Hitanum fremur misskipt í dag

Ferðamenn í forgrunni og Snæfellsnes í bakgrunni.
Ferðamenn í forgrunni og Snæfellsnes í bakgrunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitanum er nokkuð misskipt á milli landshluta í dag, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

„Norðanáttin dregur með sér kalt loft og hiti á Norðurlandi verður á bilinu 3 til 6 stig, en allt að 12 stig sunnan- og austantil,“ segir í hugleiðingunum í dag en norðlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s víða 10-15 vestanlands, einkum í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Barðaströndinni.

„Lítilsháttar skúrir eða rigning með köflum norðantil, en nokkuð efnismeiri skúrir syðst. Bjart með köflum austan- og vestanlands. Er líður á daginn bætir í úrkomu um norðanvert landið.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert