Ísland þurfi að taka til hendinni í varnarmálum

Í pall­borði voru, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son og Björn …
Í pall­borði voru, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Bald­ur Þór­halls­son og Björn Bjarna­son. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir var fund­ar­stjóri. mbl.is/Hákon Pálsson

Íslend­ing­ar verða að láta af tepru­skap í umræðunni um varn­ar- og ör­ygg­is­mál hér á landi. Heims­mynd­in er að breyt­ast og við því verður að bregðast. Ef um­mæli for­sæt­is­ráðherra Eist­lands reyn­ast sönn, um að það taki allt að þrjá mánuði fyr­ir Atlants­hafs­banda­lagið  (NATO) að bregðast við inn­rás í Eystra­salts­ríkið, þurfa Íslend­ing­ar að fara að íhuga stöðu sína sem smáríki með ekk­ert varn­ar­lið.

Mik­il­vægt er að skoða varn­ar­samn­inga og hefja sam­töl, m.a. við Evr­ópu­sam­bandið eða Banda­rík­in, um aukið varn­ar­sam­starf.

Þetta kom fram í máli Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Viðreisn­ar, í pall­borði á fundi ungliðanefnd­ar Varðbergs, Staða varn­ar- og ör­ygg­is­mála á Íslandi, sem fór fram í Há­skól­an­um í Reykja­vík fyrr í dag.

Auk Þor­gerðar Katrín­ar sátu einnig Bald­ur Þór­halls­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, og Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, við pall­borðið. Geir Ove Øby, full­trúi í Atlants­hafs­banda­lag­inu, hélt fram­sögu­er­indi.

All­ir við pall­borðið voru sam­mála um mik­il­vægi þess að gera út­tekt á varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um á Íslandi. Þá töldu þau varn­ar­mál al­mennt hafa verið van­rækt hér á landi.

Norður­floti Rússa sá öfl­ug­asti

Björn sagði að því hefði rang­lega verið haldið fram að stríðið í Úkraínu myndi ekki snerta ör­ygg­is­mál í Norður Atlants­hafi. 

Sagði hann Ísland þurfa að hafa í huga að ef land­her Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta færi illa út úr stríðin – líkt og stefn­ir í núna – þá ætti for­set­inn flot­ann sinn eft­ir og af hon­um er Norður­flot­inn sá öfl­ug­asti. Gæti Pútín gripið til hans til að sýna hernaðarmátt Rússa. 

Að sögn Björns er ekk­ert sem seg­ir hvað við eig­um að gera þegar vegið er að ytra ör­yggi þjóðar­inn­ar og er þörf á úr­bót­um í þeim efn­um. Hann var þó ekki sam­mála Þor­gerði Katrínu um að skyn­sam­legt væri að leita til ESB upp á varn­ar­sam­starf.

Aukið um­svif við Ísland áhyggju­efni

Aukið um­svif rúss­neska flot­ans í kring­um Ísland er áhyggju­efni, sagði Bald­ur Þór­halls­son. Þá sagði hann enn meira áhyggju­efni að ráðamenn í Kreml væru óút­reikn­an­legri en áður og að ekki væri hægt að vera með kenn­ing­ar um þeirra næstu skref, líkt og á tím­um Sov­ét­ríkj­anna. Mögu­lega gæti steðjað hætta að sæ­strengn­um.

Að sögn Bald­urs er Ísland eina NATO-ríkið sem ekki er með lítið varn­ar­lið sem get­ur gripið til og var­ist óvina­sveit á meðan stærri sveit kem­ur til lands­ins. Al­var­legt er ef nokkr­ir mánuðir líði hjá áður en NATO komi til aðstoðar.

Tel­ur hann mik­il­vægt að Íslend­ing­ar stór­auki rann­sókn­ir á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála og væri hann til í að sjá sam­ráðsvett­vang aka­demí­unn­ar, stjórn­valda, stofn­anna og einka­fyr­ir­tækja sem sjá um ör­ygg­is­mál, til að efla ör­yggi í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert