Kaupmáttur allra tekjuhópa aukist

Heildartekjur allra tekjuhópa hækkuðu.
Heildartekjur allra tekjuhópa hækkuðu. mbl.is

Síðustu árin hafa heild­ar­tekj­ur allra tekju­hópa hækkað og kaup­mátt­ur auk­ist. All­ir tekju­hóp­ar greiða nú minni tekju­skatt en áður, nema þeir sem allra hæst­ar tekj­ur hafa. 83% af nett­ó­tekj­um hins op­in­bera koma frá tekju­hærri helm­ingi skatt­greiðenda.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins á álagn­ingu op­in­berra gjalda eft­ir tekju­tí­und­um út frá skatt­fram­töl­um.

Í tekju­tí­und felst að búið er að skipta ein­stak­ling­um í 10 jafn stóra hópa þar sem sá fyrsti er með lægstu tekj­urn­ar og sá tí­undi með þær hæstu.

Tekj­ur hækkuðu um 4,4% að raun­v­irði

Þá seg­ir að meðal­hækk­un heild­ar­tekna frá 2010 nemi 38% á verðlagi árs­ins 2021 og nær til allra tekju­tí­unda. Árið 2021 hækkuðu tekj­urn­ar um 4,4% að raun­v­irði, en í raun­v­irði felst að leiðrétt er fyr­ir verðlags­hækk­un­um.

Heild­ar­tekj­ur auk bóta að frá­dregn­um op­in­ber­um gjöld­um mynda ráðstöf­un­ar­tekj­ur ein­stak­linga. Árið 2021 hækkaði kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna að meðaltali um 5,1% og náði sú aukn­ing yfir all­ar tekju­tí­und­ir.

„Lág- og milli­tekju­fólk greiddi árið 2021 lægra hlut­fall í tekju­skatt þrátt fyr­ir að tekj­ur þeirra hafi hækkað sem staf­ar af sam­spili tekju­skatts­breyt­inga og hærri launa. Ef miðað er við 7% hækk­un launa árið 2021 má sjá að tekj­ur eft­ir skatt hækkuðu um­fram 7% launa­hækk­un­ina vegna lægri greiðslu tekju­skatts hjá lág- og milli­tekju­fólki,“ seg­ir í grein­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert