Kemur enn til greina að banna bragðtegundir

Willum Þór Þórsson segir bann gegn bragðtegundum í nikótínvörum enn …
Willum Þór Þórsson segir bann gegn bragðtegundum í nikótínvörum enn koma til greina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra seg­ir það enn koma til greina að banna bragðteg­und­ir í nikó­tín­púðum og öðrum nikó­tín­vör­um þótt að það hafi verið tekið úr ný samþykktu frum­varpi hans um nikó­tín­vör­ur þar sem að vör­urn­ar voru felld­ar und­ir lög um rafrett­ur. Nú  gilda því sömu regl­ur um nikó­tín­vör­ur og rafrett­ur.

Frum­varpið hef­ur vakið mis­jöfn viðbrögð og hafa sum­ir gagn­rýnt það. Til dæm­is sagði Guðlaug B. Guðjóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins, í sam­tali við mbl.is að frá­bært hefði verið að sjá bann við bragðteg­und­um hald­ast í frum­varp­inu.

Seg­ir Will­um ástæðu þess að bann gegn bragðteg­und­um í nikó­tín­púðum og öðrum nikó­tín­vör­um var tekið úr frum­varp­inu um nikó­tín­vör­ur vera að ekki sé búið að rann­saka nægi­lega mikið áhrif bragðteg­unda í nikó­tín­vör­um á heilsu fólks.

Vel­ferðar­nefnd þings­ins tók þá fram á meðan að meðferð frum­varps­ins fór fram fyr­ir þing­inu að ekki væri búið að staðfesta skaðleg áhrif bragðteg­unda í nikó­tín­vör­um á lýðheilsu með rann­sókn­um og því ekki nægi­lega sterk­ur grunn­ur til að banna bragðteg­und­ir eins og er.

Bend­ir hann á að sett séu ein­hver tak­mörk fyr­ir bragðteg­und­ir í rafrett­um í nú­ver­andi lög­um en að þar séu rann­sókn­ir til staðar sem sýna að nammi- og ávaxta­bragð í rafrett­um höfði sér­stak­lega til barna og ung­linga. Seg­ir hann út frá því að lík­legt megi telja að það sama eigi við um nikó­tín­vör­ur.

Seg­ir hann því koma til greina að skoða það aft­ur seinna hvort það eigi að banna bragðteg­und­ir í nikó­tín­vör­um og að beðið sé eft­ir niður­stöðum úr rann­sókn­um. 

Bann myndi kannski ekki ná mark­miðinu

Bæt­ir Will­um við að önn­ur ástæða fyr­ir því að bann gegn bragðteg­und­um í nikó­tín­vör­um var tekið úr frum­varp­inu er að það sé núna bannað að selja þess­ar nikó­tín­vör­ur til yngri en átján ára og hefði því breyt­ing­in kannski ekki þjónað þeim til­gangi sem sóst er eft­ir með banni gegn bragðteg­und­um. 

Seg­ir Will­um þann til­gang vera að vernda heilsu barna og gera vör­una minna spenn­andi í aug­um barna. „Það er átján ára ald­urstak­mark til að kaupa þess­ar vör­ur og þar með hefði þetta kannski ekki þjónað til­gangi sín­um. Þar sem að átján ára og eldri eru að kaupa ættu þeir kannski að fá að velja.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert