Læsa völdum leikskólum vegna umgengnisdeilu

Skoðað er hvernig haga skuli öryggismálum í leikskólum borgarinnar.
Skoðað er hvernig haga skuli öryggismálum í leikskólum borgarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Haf­in er skoðun á því hvernig al­mennt skuli haga aðgengi og ör­ygg­is­mál­um í leik­skól­um í Reykja­vík. Þetta staðfest­ir Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur úti­dyr­um að minnsta kosti fjög­urra leik­skóla í póst­núm­er­um 108 og 104 verið læst yfir dag­inn. For­eldr­ar barna á leik­skól­um sem heyra und­ir þjón­ustumiðstöðina Norðurmiðstöð fengu tölvu­póst um málið þar sem seg­ir að þess­ar ráðstaf­an­ir séu aðeins tíma­bundn­ar vegna um­gengn­is­máls.

Helgi vill ekki tjá sig um of­an­greint mál nema að um er að ræða fyr­ir­byggj­andi aðgerð. 

„Við vilj­um taka al­mennt umræðuna hvort við eig­um að hafa dyr læst­ar og for­eldr­ar hringi þá þegar þeir eru að sækja börn­in eða hvort við eig­um að hafa opið til ákveðins tíma að morgni og ef for­eldr­ar koma með börn­in seinna þá hringja þeir,“ seg­ir Helgi.

Þá sé til umræðu hvort dyr leik­skól­anna skuli vera opn­ar á þeim tíma sem flest­ir for­eldr­ar eru að sækja börn­in sín, en lokaðar að öðrum kosti. Um sé að ræða stöðumat.

Helgi Grímsson.
Helgi Gríms­son.

Stór sam­fé­lags­leg spurn­ing

Helgi tel­ur þó að ör­ygg­is­mál­um í leik­skól­um sé ekki ábóta­vant.

„Við sem sam­fé­lag höf­um lagt svo ríka áherslu á traust og opn­un. Fólk sem er til dæm­is með börn í skól­um er­lend­is, þar eru víða læst­ar all­ar dyr, en ís­lenskt sam­fé­lag hef­ur enn sem komið er valið aðrar leiðir og traust er eitt af því sem við Íslend­ing­ar höf­um verið mjög stolt­ir af.

Aft­ur á móti hafa komið upp al­var­leg at­vik, þó svo að það sé mjög sjald­gæft. Vissu­lega þurf­um við alltaf að vera vak­andi fyr­ir því hvað er að ger­ast í um­hverfi okk­ar, eins og bara at­vikið í Hafnar­f­irði í gær þar sem verið var að beita skot­vopni í ná­grenni við leik­skóla, þótt það hafi ekki beinst að leik­skól­an­um,“ seg­ir hann.

„Þetta er engu að síður eitt­hvað sem við þurf­um bara að vera stöðugt vak­andi fyr­ir og þora að spyrja okk­ur spurn­inga. Sam­bæri­leg umræða hef­ur verið um ör­ygg­is­mynda­vél­ar, hvar eiga þær rétt á sér og hvar ekki.“

Seg­ir Helgi að þetta sé stór sam­fé­lags­leg spurn­ing. „Hvar drög­um við mörk­in? Hvenær ætl­um við að skella í lás, hvenær ekki? Þess vegna er þetta bara lif­andi umræða sem við verðum að taka.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert