Mæta seinna í skólann í von um bættan svefn

Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta seinna í skólann …
Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta seinna í skólann á morgnana. mbl.is/Sigurður Bogi

Nem­end­ur á ung­linga­stigi í Voga­skóla munu í haust mæta seinna í skól­ann á morgn­ana í von um bætt­an svefn. Kennsla í 8. til 10. bekk hef­ur und­an­far­in ár haf­ist klukk­an 8:30 en mun nú hefjast klukk­an 9:10.

Um er að ræða til­rauna­verk­efni þar sem áhrif seink­un skóla­byrj­un­ar á svefn, líðan og nám nem­enda verða skoðuð, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

„Okk­ur fannst áhuga­vert að kanna hvort þetta gæti orðið okk­ar ung­ling­um til hags­bóta. Þetta er nátt­úru­lega bara til­rauna­verk­efni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber und­ir. En það er líka þannig að ef aldrei er farið af stað með rann­sókn­ir þá öðlumst við ekki nýja þekk­ingu,“ er haft eft­ir Snæ­dísi Vals­dótt­ur skóla­stjóra í til­kynn­ing­uni.

Rann­sókn­ir sýna að 50% nem­enda í 10. bekk og 70% fram­halds­skóla­nema fá ekki næg­an næt­ur­svefn, það er sjö klukku­stund­ir eða minna. Börn og ung­ling­ar sem sofa of lítið eiga erfiðara með ein­beit­ingu, glíma frek­ar við minn­istrufl­an­ir, dep­urð og kvíða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert