Markmið stjórnvalda í loftslagsmálum „ófullnægjandi“

Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra ræðir hér við aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio …
Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra ræðir hér við aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, og Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands á loftslagsráðstefnunni COP26 í nóvember. AFP

Mark­mið stjórn­valda í lofts­lags­mál­um eru bæði óljós og ófull­nægj­andi að mati Lofts­lags­ráðs sem hef­ur birt álit á vef sín­um þar sem það gagn­rýn­ir aðgerðaráætl­un stjórn­valda harðlega, sem og fram­kvæmd henn­ar.

Þar seg­ir það nauðsyn­legt að stjórn­völd skýri og út­færi mark­miðin nán­ar.

„Auka þarf sam­drátt hratt með sam­stilltu og vel skipu­lögðu átaki allra,“ seg­ir í álit­inu. Til að ná því þurfi að fara af und­ir­bún­ings­stigi yfir á fram­kvæmda­stig. Auk þess þurfi að beita öfl­ugri grein­ing­um en nú er beitt.

„Lofts­lagsvæn framtíðar­sýn kall­ar á nýj­ar áhersl­ur í fjár­fest­ing­um og ný­sköp­un sem leggja mun grunn að verðmæta­sköp­un í kol­efn­is­hlut­lausu hag­kerfi.“

Fólk kælir sig í Trocadero-gosbrunnunum í Paris laugardaginn síðasta, 18. …
Fólk kæl­ir sig í Troca­dero-gos­brunn­un­um í Par­is laug­ar­dag­inn síðasta, 18. júní. Enn sem áður er hvert hita­metið slegið á fæt­ur öðru. AFP

Nota þurfi verk­færi sem eru til staðar

Ráðið bend­ir á alls­herj­armat milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) þar sem fram kem­ur að mann­kynið hafi inn­an við þrjú ár til að stöðva aukn­ingu á út­blæstri og inn­an við ára­tug til að draga úr hon­um um nær helm­ing.

Ráðast þurfi í kerf­is­læg­ar breyt­ing­ar svo sem með um­bylt­ingu orku­kerfa, sam­göngu­kerfa, skipu­lags borga, fjár­mála­kerfa og í op­in­berri hag­stjórn.

„Mik­il­vægt er að stjórn­völd nýti þá víðtæku reynslu og þekk­ingu sem til staðar er hér á landi sem og er­lend­is til að hraða aðgerðum.“

Þar megi sér í lagi nefna þriðju skýslu IPCC. Skýrsl­an, sem kom út í apríl og tel­ur um 2.800 blaðsíður, snýr að því hvernig hægt er að sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Sjálf­stætt starf­andi ráð

Á vef ráðsins seg­ir að það sé sjálf­stætt starf­andi og hafi það meg­in­hlut­verk að veita stjórn­völd­um aðhald með fag­legri ráðgjöf um lofts­lags­mál. Þá sé hlut­verk ráðsins einnig að hafa yf­ir­sýn yfir fræðslu og miðlun upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til al­menn­ings.

Í ráðinu sitja 15 manns, full­trú­ar at­vinnu­lífs­ins, há­skóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga, neyt­enda­sam­taka og um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka meðal ann­ars. Ráðherra skip­ar auk þess formann og vara­formann Lofts­lags­ráðs, auk full­trúa unga fólks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert