Lýjandi að fleiri mál bíði við lok dags en við upphaf hans

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hef­ur verið krefj­andi und­an­far­in ár að reka stofn­un þar sem inn koma mun fleiri mál en starfs­manna­fjöld­inn ræður við. Þrátt fyr­ir sam­hent­an hóp er lýj­andi til lengd­ar að fleiri mál bíði við lok dags en við upp­haf hans,“ skrif­ar Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, í árs­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar.

Helg­ar tek­ur einnig fram, að op­in­ber umræða um vinnustaðinn hafi á tíðum verið hörð og óvæg­in.

„Þegar þetta er ritað ligg­ur fyr­ir Alþingi fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2023-2027, sem ger­ir ráð fyr­ir auknu fjár­magni Per­sónu­vernd til handa. Von­ir eru bundn­ar við að þessi viðbót hjálpi til við þau gríðar­miklu verk­efni sem bíða úr­lausn­ar. Jafn­framt er ljóst að hlúa þarf enn bet­ur að fræðslu um per­sónu­vernd til þess að auka þekk­ingu og skiln­ing á þeim regl­um sem helst geta hjálpað ef að okk­ur er vegið á tækniöld,“ seg­ir Helga jafn­framt í skýrsl­unni, sem er fyr­ir árið 2021.

Hún bend­ir enn­frem­ur á að þrátt fyr­ir mikl­ar sam­fé­lags­leg­ar tak­mark­an­ir á ár­inu hafi tek­ist að ljúka mörg­um stór­um mál­um hjá Per­sónu­vernd. Ný­skráð mál á ár­inu hafi verið 2.479.

„Við þessa tölu bætt­ust óaf­greidd mál frá fyrri árum og heild­ar­fjöldi mála til meðferðar hjá Per­sónu­vernd árið 2021 var því 3.061. Á ár­inu lauk Per­sónu­vernd 2.587 mál­um – fleir­um en nokkru sinni áður - en opin og óaf­greidd mál við árs­lok 2021 voru 571 tals­ins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert