Opna veginn inn að Landmannalaugum

Frá Landmannalaugum. Mynd úr safni.
Frá Landmannalaugum. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Veg­ur­inn inn að Land­manna­laug­um hef­ur nú verið opnaður, ásamt Fjalla­bak­sleið nyrðri frá Sigöldu­virkj­un og að Land­manna­lauga­vegi.

Frá þessu grein­ir Vega­gerðin í til­kynn­ingu, með út­gáfu nýs há­lend­iskorts sem tek­ur gildi í dag.

Eins og áður sagði er búið að opna fyr­ir fjór­hjóla­drifn­ar bif­reiðar á Fjalla­bak­sleið nyrðri frá Sigöldu­virkj­un og suður að Land­manna­lauga­vegi. Unnið er að hefl­un á svæðinu og því er veg­ur­inn frek­ar hol­ótt­ur, þá sér­stak­lega sunn­an við Ljóta­poll.

Þá er sömu­leiðis búið að opna veg­inn fyr­ir fjór­hjóla­drifna bíla frá Skaft­ár­tungu og upp í Eld­gjá.

Brú löskuð og tef­ur fyr­ir opn­un

Bíl­ar bún­ir fjór­hjóla­drifi geta þá einnig farið um Vest­ur­heiðar­veg upp að Mæli­fells­dals­vegi.

„Frétt­ir hafa einnig borist af því að brú­in yfir Jök­ulgilskvísl sé löskuð eft­ir vet­ur­inn og mun það tefja opn­un á Fjalla­bak­sleið nyrðri (F208) milli Land­manna­lauga og Eld­gjár,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá stytt­ist í opn­un Land­manna­leiðar (F225), Laka­veg­ar (F206), Lakagíga­veg­ar (F207) og Emstru­leiðar (F261). Bú­ast má við því að þess­ar leiðir verði fær­ar um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert