Rekstrarniðurstaða 2 milljörðum verri en áætlað var

Heimsfaraldur og harður vetur leiddu til neikvæðrar rekstrarniðurstöðu.
Heimsfaraldur og harður vetur leiddu til neikvæðrar rekstrarniðurstöðu. mbl.is

Heims­far­ald­ur, snjóþyngsli, sér­tæk vel­ferðarþjón­usta og auk­in fjár­magns­gjöld vegna hækk­andi verðbólgu settu strik í rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið Reykja­vík­ur­borg­ar lagði í dag fram óend­ur­skoðað rekstr­ar­upp­gjör A-hluta fyr­ir tíma­bilið janú­ar til mars. Rekstr­arniðurstaðan er nei­kvæð um 4.793 millj­ón­ir króna en áætl­un gerði ráð fyr­ir að hún yrði nei­kvæð um 2.894 millj­ón­ir á tíma­bil­inu.

Seg­ir í til­kynn­ingu að þetta skýrist af aukn­um launa- og rekstr­ar­út­gjöld­um sem að hluta til má rekja til af­leiðinga kór­ónu­veirufar­ald­urs í upp­hafi árs, sem krafðist meiri mönn­un­ar og yf­ir­vinnu í vel­ferðarþjón­ustu og skóla­starfi en gert var ráð fyr­ir.

Vetr­arþjón­usta var 451 millj­ón yfir fjár­heim­ild­um vegna snjóþyngsla á tíma­bil­inu og gjöld vegna vist­un­ar barna með al­var­leg­ar þroska- og geðrask­an­ir voru 326 millj­ón­um yfir fjár­heim­ild­um.

Þá voru fjár­magns­gjöld að frá­dregn­um fjár­muna­tekj­um 910 millj­ón­um yfir fjár­heim­ild­um, einkum þar sem verðbólga er tölu­vert hærri en fjár­hags­áætl­un gerði ráð fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert