Sá ekki höggið koma

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Maður­inn sem varð fyr­ir lík­ams­árás í fót­bolta­leik á Litla-Hrauni á mánu­dag­inn var sleg­inn í and­litið frá blindu hlið sinni og sá því ekki höggið koma.

Þetta seg­ir í færslu sem deilt var með liðsmönn­um eldri-deild­ar Þrótt­ar eft­ir að at­vikið. 

„Það small hátt í bein­um og var þetta hrika­lega ljótt að sjá og heyra,“ seg­ir í færsl­unni þar sem kem­ur fram að eng­inn hafi þó brotnað, þótt vissu­lega hafi mikið blætt.

Aðdrag­andi at­viks­ins er sagður vera minni hátt­ar átök inn­an vall­ar­ins sem leyst­ust með auka­spyrnu Þrótti í vil. Þá hafi fangi á hliðarlín­unni stokkið inn á völl­inn með áður­nefnd­um af­leiðing­um.

„Þetta gerðist mjög snöggt og eng­inn náði að stoppa Hrott­ann en all­ir urðu brjálaðir út í [hann], sér­stak­lega Hrott­ar því þeir vissu að þetta mun hafa af­leiðing­ar og koma í veg fyr­ir að þeir fái svona heim­sókn­ir,“ seg­ir í færsl­unni.

Þá seg­ir einnig að hann hafi strax áttað sig á mis­tök­um sín­um og beðið liðsmenn sína af­sök­un­ar.

Maður­inn er, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, fædd­ur árið 2002 og al­ræmd­ur fyr­ir hvat­vísi sína.

Þekkja all­ir regl­urn­ar

Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir í sam­tali við mbl.is að al­mennt geri menn sér grein fyr­ir að at­vik sem þessi geti haft áhrif á all­an hóp­inn. „Það þekkja nú all­ir regl­urn­ar,“ seg­ir Páll í sam­tali við mbl.is.

„Ég veit að þeir átta sig á því að hluti af því er að stand­ast traust þegar boðið er upp á eitt­hvað upp­byggi­legt.“

Spurður um hvað hægt sé að gera til að hindra að at­vik sem þessi komi upp seg­ir hann:

„Í fang­els­um hleyp­um við bara ein­stak­ling­um sem að stand­ast skoðun. Við pöss­um að þeir sem að koma inn séu í lagi. Það sem við ger­um svo þegar að svona stærri viðburðir eru, þá erum við með góða gæslu á svæðinu.

Hún var góð í þessu til­viki. Svona get­ur komið upp, það er okk­ar verk­efni þá að vera þá bet­ur á tán­um. Ef við erum í minnsta vafa með hæfi ein­stak­linga til að vera með í svona sam­kom­um þá verða þeir ekki hafðir með.“

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Vilja ekki eyðileggja góða hefð vegna eins fanga

Páll seg­ir að knatt­spyrnu­leik­ir hafi verið haldn­ir á Litla hrauni um ára­bil en þetta sé í fyrsta skipti sem eitt­hvað komi upp á.

„Við vilj­um ekki eyðileggja þá góðu hefð, vegna einn­ar uppá­komu, held­ur þá frek­ar velja bet­ur hvaða fang­ar það eru sem geta tekið þátt og verið viðstadd­ir.“

Þannig slæm hegðun eins get­ur haft áhrif á all­an hóp­inn?

„Við vilj­um ekki að það verði þannig en ef þetta verða end­ur­tekn­ar uppá­kom­ur þá að sjálf­sögðu verðum við að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lagið.

En eins og ég segi þá er þetta í fyrsta skipti sem það ger­ist.“

Líkt og greint var frá í gær var árás­in kærð til lög­reglu auk þess sem fang­inn mun sæta viðeig­andi agaviður­lög­um vegna aga­brots í fang­elsi. Hall­dór Val­ur Páls­son, for­stöðumaður Litla-Hrauns vildi ekki fara nán­ar út í þau viður­lög, innt­ur eft­ir því.

Ekki hef­ur enn verið tek­in ákvörðun um framtíðar fót­bolta­leiki á Litla-Hrauni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert