Útlendingastofnun barst 71 umsókn

Þó svo að umfjöllun seinki mun staða umsækjenda ekki breytast.
Þó svo að umfjöllun seinki mun staða umsækjenda ekki breytast. mbl.is/Hari

Útlend­inga­stofn­un barst 71 um­sókn um rík­is­borg­ara­rétt á tíma­bil­inu frá 2. októ­ber 2021 til 1. maí 2022, en um­sókn­irn­ar voru lagðar fyr­ir Alþingi.

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd bár­ust nauðsyn­leg gögn vegna hluta þeirra um­sókna. Lá sá hluti til grund­vall­ar um­fjöll­un und­ir­nefnd­ar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar og frum­varpi nefnd­ar­inn­ar um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar.

Um­fjöll­un um aðrar um­sókn­ir frest­ast þar til nefnd­inni hafa borist nauðsyn­leg gögn, að því er fram kem­ur á vef Alþing­is. Þó svo að um­fjöll­un seinki mun staða um­sækj­enda ekki breyt­ast á meðan um­sókn um rík­is­borg­ara­rétt er í vinnslu.

Und­ir­nefnd var skipuð sam­kvæmt ákvörðun alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar og verður henni falið að end­ur­skoða ferli varðandi um­sókn­ir um veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar með lög­um og meðferð slíkra um­sókna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert