64 ára karlmaður vann 40 milljónir þegar dregið var í Happdrætti DAS í dag.
Þetta var aðalvinningurinn að þessu sinni á tvöfaldan miða á miðanúmerinu 52011. Vinninghafin er íbúi á Suðurnesjum en ekki hefur tekist að ná sambandi við hann.
Að auki fóru þrír aðrir vinningar út. Þeir voru allir að upphæð 150 þúsund krónur.