Willum rennur blóðið til skyldunnar

Willum Þór Þórsson gaf blóð í dag.
Willum Þór Þórsson gaf blóð í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra seg­ir það lífs­nauðsyn­legt að fjölga blóðgjöf­um hér á landi og að það sé ein­ung­is tímaspurs­mál hvenær fólki verði ekki mis­munað vegna kyn­hneigðar sinn­ar við blóðgjöf en það er liður í fjölg­un blóðgjafa.

Will­um gaf blóð í dag í Blóðbank­an­um sem fékk góð viðbrögð starfs­fólks á svæðinu. Eins og greint hef­ur verið frá rík­ir neyðarástand hjá Blóðbank­an­um vegna skorts á blóði. 

Sagði Will­um að blóðgjöf lok­inni að allt hafi gengið eins og í sögu þökk sé því fína fag­fólki sem vinn­ur í Blóðbank­an­um. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem að Will­um gef­ur blóð en að hans eig­in sögn er allt of langt síðan síðast. 

„Ég hefði viljað gera þetta miklu fyrr,“ sagði Will­um við komu inn í Blóðbank­ann. Fór vel um hann í stóln­um þar sem var tekið úr hon­um blóð og óskaði hann að hann myndi fá svona stól fyr­ir sig í heil­brigðisráðuneytið sem upp­skar hlát­ur viðstaddra. 

Seg­ir Will­um í sam­tali við mbl.is að blóðgjöf lok­inni að vel stadd­ur lag­er af blóði hjá Blóðbank­an­um sé ör­ygg­is­mál fyr­ir sam­fé­lagið og að nú­ver­andi blóðgjaf­ar vinni mikið al­manna­heill­astarf. Bæt­ir Will­um við að þótt að nú­ver­andi blóðgjaf­ar mæti vel og sinni þessu af mikl­um dugnaði þurfi enn fleiri til að mæta. „Við þurf­um, með til­liti til tölu­legra staðreynda, aug­ljós­lega að fá fleiri með í hóp­inn,“ seg­ir Will­um og biðlar til fólks að skrá sig sem blóðgjafa hjá Blóðbank­an­um. 

„Þess vegna er ég hér og renn­ur svo sann­ar­lega blóðið til skyld­unn­ar,“ seg­ir Will­um kím­inn og ít­rek­ar mik­il­vægi þess að fjölga blóðgjöf­um á land­inu.

Stutt í breyt­ing­ar fyr­ir hinseg­in fólk

Spurður út í þings­álykt­un Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra um aðgerðaráætl­un í mál­efn­um hinseg­in fólks sem var samþykkt fyrr í sum­ar og tek­ur fyr­ir fyr­ir­hugaða breyt­ingu sem myndi af­nema mis­mun­un gagn­vart sam­kyn­hneigðum þegar það kem­ur að blóðgjöf seg­ir Will­um þá vinnu vera komna af stað. Hann seg­ir að það sé aðeins tímaspurs­mál hvenær sú breyt­ing muni eiga sér stað.

„Þegar það verður búið að koma upp því sem er kallað kjarn­sýru­grein­ingu þá geta all­ir komið að gefa blóð,“ seg­ir Will­um og vís­ar til ákveðinn­ar tækni sem er verið að vinna í að koma upp í Blóðbank­an­um núna. Að sögn Will­ums er sú tækni rétt hand­an við hornið og því stutt í breyt­ing­ar hvað þetta varðar. Seg­ir hann það ör­uggt að breyt­ing­arn­ar muni koma til á þessu kjör­tíma­bili. 

Aðspurður seg­ir hann enga and­stöðu til staðar gegn þess­um breyt­ing­um og að mik­ill sam­hug­ur ríki um þetta á Alþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert