Bílstjóri Já 360° bílsins eltir sólina í sumar

Bílstjórinn kveðst spenntur fyrir verkefninu.
Bílstjórinn kveðst spenntur fyrir verkefninu. Ljósmynd/ Já,is

Sér­út­bú­inn bíll frá Já.is mun keyra um landið í sum­ar og taka nýj­ar 360° götu­mynd­ir. Þetta er fimmta sum­arið sem fyr­ir­tækið ræðst í mynda­töku, en fyrsta ferðin var far­in sum­arið 2013.

Að þessu sinni verður áhersla lögð á að end­ur­nýja all­ar mynd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um, en einnig er stefnt að því að Já 360° bíll­inn heim­sæki helstu þétt­býl­isstaði á lands­byggðinni, að því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. 

Fólk geti slegið blett­inn og skartað sum­ar­blóm­um

„Sérstaða okk­ar hjá Já er ná­lægðin við sam­fé­lagið og því auðveld­ara fyr­ir okk­ur en er­lenda sam­keppn­isaðila að end­ur­nýja mynd­ir jafnt og þétt. Við fáum reglu­lega góðar ábend­ing­ar frá fólki sem not­ar 360° mynd­ir Já í leik og starfi og við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á verk­efn­inu.Jafn­vel þannig að fólk hef­ur sam­band og vill vita hvenær við keyr­um fram­hjá svo það sé ör­ugg­lega búið að slá blett­inn og setja sum­ar­blóm­in á sinn stað.

Á síðustu árum hef­ur orðið mik­il upp­bygg­ing um land allt, ný hverfi sprottið upp og önn­ur tekið á sig nýja mynd og því finnst okk­ur mik­il­vægt að mynd­irn­ar séu upp­færðar svo þær nýt­ist lands­mönn­um sem best“, seg­ir Daði Heiðar Sig­urþórs­son, verk­efna­stjóri hjá Já.

Koma inn á korta­vef­inn í haust

Sér­stak­ur hug­búnaður er notaður við verk­efnið og á bíln­um er áföst 360° mynda­vél. Öll mynda­gögn­in eru með GPS hnit­um og verða þau tengd korta­vefn­um á Já.is. Nýju mynd­irn­ar munu koma inn á korta­vef Já  í haust.

360° mynd­irn­ar eru einnig grunn­ur­inn að Flakk-leikn­um, sem fyr­ir­tækið stend­ur fyr­ir.

Leik­ur­inn geng­ur þannig fyr­ir sig að upp kem­ur mynd frá fimm stöðum á land­inu og þurfa leik­end­ur að giska hvar mynd­in er tek­in.

„Frá því að leik­ur­inn fór í loftið hafa tæp­lega 200.000 leik­ir verið spilaðir. Aðdá­end­ur Flakks­ins geta því látið sig hlakka til að flakka um nýj­ar mynd­ir í haust.“

Bíl­stjór­inn hlakk­ar til

Sig­urður Júlí­us­son, bíl­stjóri á 360° bíls­ins, kveðst hlakka til að keyra um landið. 

„Veðrið þarf að vera gott og þurrt þegar mynd­ir eru tekn­ar og því má segja að starfið fel­ist í því að elta góða veðrið. Það verður hægt að fylgj­ast með ferðalag­inu á Já.is og á In­sta­gram Já, þar sem ég mun segja frá hvert för­inni er heitið hverju sinni og hvernig geng­ur á leiðinni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert