Bilun Advania skerti þjónustu heilsugæslunnar

Mikill hægagangur hefur verið í starfsemi heilsugæslunnar í dag vegna …
Mikill hægagangur hefur verið í starfsemi heilsugæslunnar í dag vegna bilunar hjá Advania. AFP

Bil­un í tölvu­kerfi Advania í dag hafði mik­il áhrif á starf­semi heilsu­gæsl­unn­ar og hef­ur m.a. gengið erfiðlega að gefa út lyf­seðla og senda til­vís­an­ir og beiðnir milli stofn­ana.

Að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, hafa end­ur­tekn­ar bil­an­ir verið að koma upp í kerf­inu Hekla sem sér um sam­skipti milli ólíkra stofn­ana.

Lyf­seðlar og önn­ur sam­skipti í kerf­inu hafa því hlaðist upp og hef­ur mik­ill hæga­gang­ur verið í dag. Þetta á þó að vera komið í lag núna og ættu lyf­seðlar sem ekki hafa komið í gegn að detta inn. „Þetta er farið að ganga.“

Ragn­heiður Ósk seg­ir ástandið hafa verið baga­legt í dag og að öll starf­sem­in hafi hálf lam­ast. 

Þeir sem ekki náðu að óska eft­ir lyfja­end­ur­nýj­un vegna bil­un­ar í kerf­inu í dag, og þurfa nauðsyn­lega á lyfj­un­um að halda yfir helg­ina, geta leitað á Lækna­vakt­ina, bend­ir Ragn­heiður Ósk á. 

Hún seg­ir sér­fræðinga nú vera að fylgj­ast með kerf­inu og að allt fari klakk­laust af stað aft­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert