Bjart og svalt

Útlit er fyrir bjart veður á Suður- og Vesturlandi.
Útlit er fyrir bjart veður á Suður- og Vesturlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjart verður með köflum á Suður- og Vesturlandi í dag en í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands kemur fram að svalt loft sé yfir landinu og að hitinn verði 5 til 14 stig yfir daginn. Mildast verður syðst á landinu. 

Þá spáir veðurfræðingurinn norðlægri átt, yfirleitt 5-13 m/s.

„Lítilsháttar væta á Norður- og Austurlandi, annars bjart með köflum en búast má við síðdegisskúrum suðaustantil á landinu.“

Þá er útlit fyrir svipað veður á morgun og jafnvel á sunnudag líka samkvæmt nýjustu spám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert